föstudagur, júlí 18, 2008

18. júlí 2008 - Nei takk!

Ég á kisu sem hljómar eins og Björk Guðmundsdóttir. Hún heitir Tárhildur og er algjör grátkisa. Nágrannar mínir á hæðinni fyrir neðan kalla hana Vælu, aðrir kalla hana Væluskjóðu, en hún hrellir allt hverfið með vælinu í sér í hvert sinn sem henni finnst hún ein í vondum heimi og byrjar að kalla á hjálp.

Þrátt fyrir þetta þykir mér ofurvænt um Tárhildi og hefi ítrekað farið með hana á dýraspítalann til að kanna hvað er að henni, en þau finna ekkert að henni ennþá. Ég neyðist sennilega til að senda hana á söngnámskeið til að hún læri einhverja þægilegri söngrödd, t.d. Ninu Hagen eða Marianne Faithful. Allavega fær hún engin aukastig hjá mér fyrir að væla eins Björk Guðmundsdóttir.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/18/a_soguslodir_bjarkar/


0 ummæli:







Skrifa ummæli