miðvikudagur, júlí 30, 2008

30. júlí 2008 - Borgin, það er ég!

Sagt var um Loðvík 14 að sjálfsálitið hafi verið slíkt að hann lét sem sólin snérist um sig. Því fékk hann viðurnefnið sólkonungurinn. Ekki veit ég nákvæmt sannleiksgildi þeirra orða né heldur um þá setningu sem eftir honum er höfð, þ.e. „Ríkið, það er ég“

Nú hefur snjall bloggari séð samhengið á milli hans og blörraðs borgarstjóra eftir nýjustu einræðistilburði hans. Það sem er þó grátlegast er að oddviti samstarfsflokksins er ekki aðeins farin að tala um nítjándu aldar Laugaveginn eins og hann hefði verið þarna um aldur alda, heldur er hún farin að tala um manninn sem flokk, sbr útvarpsviðtal þar sem hún minnti á afskiptaleysi sitt af samstarfsflokknum , en þar mun hún hafa átt við hinn óháða Ólaf F(jórtánda).


0 ummæli:







Skrifa ummæli