mánudagur, júlí 28, 2008

29. júlí 2008 - Heimur versnandi fer ........alveg satt!

Mánudagsmorguninn rann upp á mánudagsmorguninn, þungur og erfiður. Sumarfríinu mínu var lokið. Það var því ekkert annað að gera en eð hysja upp um sig buxurnar og mæta í vinnuna.

Veðrið þennan fyrsta vinnudag í sex vikur var í samræmi við skapið. Það rigndi.

Svo hrundi Moggabloggið öllum blogspotturum nema mér til mikillar ánægju og ég sem hafði einmitt sett inn þessa fínu færslu sem móðgaði andlegan leiðtoga hins hákristna samfélags kaþólskra á Íslandi.

Ofan á allt saman bættist við mikið andleysi mitt fyrsta vinnudaginn og því er ég jafn fámál og raun ber vitni.


0 ummæli:







Skrifa ummæli