Íslendingar eru heppnir. Eftir að hafa gert kröfu um bláhvíta fánann í upphafi tuttugustu aldarinnar var gert samkomulag um að bæta rauðum kross í fánann og úr varð hinn fagri íslenski fáni sem allir Íslendingar geta verið og eru stoltir af. Var hann samþykktur með lögum frá 19. júní 1915 og öðlaðist alþjóðaviðurkenningu sem siglingafáni 1. desember 1918.
Danir eru enn heppnari. Það var 15. júní árið 1219 sem Dannebrog féll af himnum ofan og flæktist í hausnum á Valdimar sigursæla einum fjölmargra forfeðra allra Íslendinga. Sem betur fer meiddist Valdi ekkert enda gerði hann Dannebrog að fána sínum eftir þetta og hefur hann verið fáni danska heimsveldisins fram á þennan dag.
Ekki eru allar þjóðir jafnheppnar. Ein þeirra er íraska þjóðin. Á sama tíma og Ísland hefur notið þess að vera með einn þjóðfána, hefur Írak verið með minnst sex fána og ákveðnar kröfur valdhafa um enn fleiri. Verstur allra var þó fáninn sem Bandaríkjamenn ætluðu að þröngva upp á írösku þjóðina og var sá fáni svo líkur fána Ísraels í hönnun að tókst að móðga öll þjóðarbrot Íraks.
Með naumindum tókst að afstýra hneykslinu, en það breytir ekki því að á síðustu fimm árum hafa Írakar orðið að fagna þremur tegundum þjóðfána og nú á að velja þann fjórða.
Æ, hversu lengi eiga Írakar að gjalda?
Danir eru enn heppnari. Það var 15. júní árið 1219 sem Dannebrog féll af himnum ofan og flæktist í hausnum á Valdimar sigursæla einum fjölmargra forfeðra allra Íslendinga. Sem betur fer meiddist Valdi ekkert enda gerði hann Dannebrog að fána sínum eftir þetta og hefur hann verið fáni danska heimsveldisins fram á þennan dag.
Ekki eru allar þjóðir jafnheppnar. Ein þeirra er íraska þjóðin. Á sama tíma og Ísland hefur notið þess að vera með einn þjóðfána, hefur Írak verið með minnst sex fána og ákveðnar kröfur valdhafa um enn fleiri. Verstur allra var þó fáninn sem Bandaríkjamenn ætluðu að þröngva upp á írösku þjóðina og var sá fáni svo líkur fána Ísraels í hönnun að tókst að móðga öll þjóðarbrot Íraks.
Með naumindum tókst að afstýra hneykslinu, en það breytir ekki því að á síðustu fimm árum hafa Írakar orðið að fagna þremur tegundum þjóðfána og nú á að velja þann fjórða.
Æ, hversu lengi eiga Írakar að gjalda?
0 ummæli:
Skrifa ummæli